Arctic Comfort Hótel
Á hótelinu eru stór eins, tveggja og þriggja manna herbergi (24-27 m2) sem öll eru búin kæliskáp, síma, gervihnattasjónvarpi og sturtu. 11 Studio íbúðir eru á hótelinu með eldunaraðstöðu, örbylgjuofni og fl. Unnt er að setja eitt til tvö aukarúm inn í hvert herbergi. Morgunverðarsalur er á jarðhæð, ásamt setustofu og bar. Þráðlaus internettenging er á öllum herbergjum.