ALBA Gistiheimili
Orðið "Alba" þýðir morgunbirta. Gistiheimilið Alba opnaði í júní 2004 og við leggjum áherslu á persónulega þjónustu. Við bjóðum upp á 10 herbergi með sameiginlegu baði, þar af eru 3 fjölskylduherbergi sem geta hýst 5 manns. Þráðlaus nettenging er í boði á herbergjunum. Næg bílastæði eru við húsið. Gistiheimilið Alba er reyklaust gistiheimili.