Fara í efni

Minjasafnið á Akureyri

Minjasafnið á Akureyri er í elsta bæjarhluta Akureyrar, Innbænum og Fjörunni. Í sýningarsafnsins gefa innsýn sögu íbúa svæðisins með fjölbreyttum og fjölskylduvænum sýningum. Skelltu þér í búðarleik, prófaðu trommusettið eða skelltu þér í búning. Miðinn gildir á 5 söfn og tilvalið að grípa Safnapassa fjölskyldunnar með í ferðalagið. 

Minjasafnið á Akureyri er handhafi Íslensku safnaverðlaunanna 2022.

Sýningar:

  • Tónlistarbærinn Akureyri.
  • Akureyri bærinn við Pollinn.
  • Ástarsaga Íslandskortanna – Íslandskortasafn Schulte 1550-1808. (maí-október)
  • Jólasýning Minjasafnsins (nóvember-janúar)
  • Með lífið í lúkunum. (júní - september)
  • Kjörbúðin - leikrými 

Fyrir framan safnið er einn elsti skrúðgarður landsins,  rúmlega aldargamall, sem er tilvalinn áningarstaður með bekkjum, borðum og stólum og útileikföngum.  Í garðinum stendur Minjasafnskirkjan byggð 1846 sem er leigð út fyrir athafnir og tónleika.

Minjasafnið er á sömu lóð og Nonnahús og einungis  200 metrum frá Leikfangahúsinu.

 Opnunartími:

1.6.-30.9.: Daglega frá 11-17.

1.10-31.5.: Daglega frá 13-16.

Verð:
2300 kr. fyrir 18 ára og eldri –  Börn 17 ára og yngri ókeypis, Öryrkjar ókeypis. Eldri borgarar 1300 kr.
Miðinn gildir allt árið á 5 söfn: Minjasafnið á Akureyri, Nonnahús, Leikfangahúsið, Davíðshús og Laufás. 

Hvað er í boði