Bókasafn Akraness
Bókasafn Akraness var stofnað 6. nóvember 1864, upphaflega sem lestrarfélag. Safnið er í glæsilegum húsakynnum í verslunarmiðstöð að Dalbraut 1 og deilir húsnæði með Héraðsskjalasafni Akraness og þ.m.t. Ljósmyndasafni Akraness. Á safninu má nálgast fjölmargar bækur og tímarit auk geisladiska, myndbanda og margmiðlunarefnis svo eitthvað sé nefnt.