Tjaldsvæðið á Akranesi - Kalmansvík
Staðsett í Kalmansvík sem er falleg vík í útjaðri bæjarins. Það er mjög falleg fjallasýn til norðurs þar sem Snæfellsjökull ber af. Vel búið svæði með sturtum og þvottaaðstöðu. Rekstraraðilar leggja sig fram um að halda allri aðstöðu snyrtilegri, og verðlagningu í hófi. Þar er einnig Gallery Göngustígar liggja um svæðið til allra átta. Svæðið er einnig áhugasamt svæði fyrir fuglaáhugamenn bæði sjófugl og landfugl.