Airport Taxi
A-Stöðin var stofnuð þann 1 maí 2007 af fyrrum bílstjórum Aðalbíla í Keflavík og Bifreiðastöðvar Hafnarfjarðar og eru núverandi eigendur hennar þrjátíu og þrír bílstjórar sem flestir starfa á A-Stöðinni. Stöðin og bílstjórar hennar í Keflavík eiga þó rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1948 þegar Aðalstöðin var stofnuð og eru margir núverandi bílstjórar, fyrrum bílstjórar þeirrar stöðvar.
A-Stöðin sérhæfir sig í að þjónusta Suðurnes og Hafnarfjörð, ásamt því að bjóða uppá styttri dagsferðir þar sem farþegar telja allt frá einum og upp í átta. Markmið stöðvarinnar er að tryggja það að farþegar sem nýta þjónustu hennar upplifi einstaka íslenska náttúru á sem bestan hátt. Til þess að uppfylla það, höfum við valið ferðir, þar sem íslensk náttúra nýtur sín til fullnustu. Sveigjanleiki í ferðum er engin takmörk sett, bæði hvað tíma og áfangastaði varðar og geta farþegar sett upp ferðir að eigin vali, breytt ferðum eða sameinað ferðir að vild. A-Stöðin setur strangar kröfur er varðar bifreiðir stöðvarinnar og starfsfólks hennar, hvort sem er til bílstjóra eða síma- og tölvupóstsvörunar.