Adrenalín.is ehf.
Má bjóða þér mikið, dálítið eða lítið adrenalin?
Adrenalingarðurinn á Nesjavöllum býður upp á skemmtilega, og ekki síst uppbyggilega afþreyingu og útivist í fallegri náttúru.
Adrenalingarðurinn hefur sannað sig sem góð leið til að efla hópandann. Hann hentar því vel fyrir ýmsa hópa s.s. starfsmenn fyrirtækja, vinahópa og skólahópa. Í garðinum fær fólk óviðjafnanlegt tækifæri til að upplifa gleði, styrkleika og hvatningu, að ógleymdri útivistinni.
Í Adrenalingarðinum ættu allir átta ára og eldri að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Margir halda að þrautirnar í garðinum henti ekki öllum en hann er einmitt hannaður með það í huga að fólk hafi val og finni þá áskorun sem hentar.