Skemmtigarðurinn Grafarvogi
Skemmtigarðurinn í Grafarvogi býður upp á fjölbreytt hópefli. Garðurinn er opinn eftir pöntunum allan ársins hring, en mini-golfið og fótboltagolfið er opið alla daga á sumrin. Skemmtigarðurinn í Grafarvogi leggur aðaláhersluna á litbolta, lasertag, minigolf, hópefli, ratleiki, fótboltagolf ásamt ýmsum skemmtilegum dagsferðum. Í garðinum er skáli sem rúmar 200 manns i sæti og eru grillveislurnar okkar rómaðar. Helstu viðskiptavinir okkar eru: ferðaskipuleggjendur, fyrirtæki, steggjahópar, ýmsir skólahópar og einstaklingar. Láttu okkur sjá um viðburðinn – viðburðir eru okkar fag. Við komum líka með fjörið til þín. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu okkar www.skemmtigardur.is , með því að senda póst á info@skemmtigardur.is eða bara með því að slá á þráðinn til okkar í síma 587-4000