Hótel Rangá
Hótel Rangá er einn af vinsælustu áningarstöðum Íslendinga innanlands auk þess sem hótelið er vinsæll áfangastaður gesta víðsvegar að úr heiminum. Hótelið er vel staðsett fyrir ráðstefnur, brúðkaup og glæsilegar veislur.Á Hótel Rangá er 51 herbergi, þar af átta fallegar svítur sem eru hannaðar á listilegan hátt eftir heimsálfunum sjö. Hótelið er búið koníaksstofu, tveimur börum og tveimur ráðstefnusölum sem báðir eru búnir allri nauðsynlegri tækni til nútímalegs ráðstefnuhalds. Utandyra eru heitir pottar og býðst gestum hótelsins að slaka þar á um leið og þeir njóta útsýnisins til Eystri Rangár sem rennur þar rólega hjá. Ekki spillir fyrir stjörnubjartur himininn og norðurljósin þegar þau sjást. Hægt er að gera dvölina á hótelinu enn ánægjulegri með því að fá nudd í slakandi sveitaumhverfinu.
Gps punktarnir okkar eru: 63°46'50.53"N og 20°17'58.86"W.
Hvað er í boði
Hleðslustöðvar
Staðsetning | Þjónustuaðili | Tenglar |
---|---|---|
Tesla | 3 x 11 kW (Type 2) |