Fara í efni

Vatnsfjörður í Ísafjarðardjúpi

Ísafjörður

Vatnsfjörður er fjörður við Ísafjarðardjúp. Aðeins einn bær er í byggð. Vatnsfjörður við Ísafjarðardjúp, ef marka má Landnámabók, er landnámsjörð sem numin var af Snæbirni Eyvindarsyni sem nam land á milli Mjóafjarðar og Langadals og setti bú sitt í Vatnsfirði. Vatnsfjörður er merkur staður í sögu Íslands, en þar var valdamiðstöð Vatnsfirðinga, einnar voldugustu ættar á Sturlungaöld. Vatnið sem er inn af firðinum og gefur honum nafn sitt heitir Sveinshúsavatn.

Kirkja hefur staðið í Vatnsfirði í aldanna rás og er sú sem stendur þar núna ein af elstu steinsteyptu kirkjum Íslands.