Fara í efni

Unaós

Egilsstaðir

Unaós er kenndur við Una Garðarsson landnámsmann, en Landnáma segir hann hafa tekið land í ósnum. Landnám hans náði alla leið að Unalæk.  Uni lagði skipi sínu að hamri sem er innar við Selfljót og heitir Knörr.  Við ströndina við ósa Selfljóts er Krosshöfði og við hann Óshöfn sem varð löggild höfn  árið 1902.  Var vörum skipað þar upp uns bílfær vegur var lagður til Borgarfjarðar eystri árið 1950.  Þurfti ládauðan sjó og háflæði til að uppskipun væri kleif. Fróðlegt er að koma að Unaósi og skoða sig um. Góðar gönguleiðir eru í nágrenninu t.d. merkt gönguleið í Stapavík.