Fara í efni

Strönd á Rangárvöllum

Hella

Strönd á Rangárvöllum er í dag hvað þekktust fyrir 18 holu golfvöll sem er heimavöllur Golfklúbbs Hellu.

Það var þó ekki fyrr en 1972 sem Golfklúbburinn Hellu fékk aðstöðu á Strönd, en fyrr hafði félagið verið í um tvo áratugi á Gaddstaðaflötum við Hellu. Síðan þá hefur félagið unnið ötullega að því að bæta svæðið og stækka við það og er það nú einn af bestu golfvöllum landsins.

Strönd á sér þó mun lengri sögu og þar var rekinn heimavistarskóli fyrir Rangárvallahrepp frá 1933-1970. Á Strönd var einnig þingstaður Rangvellinga, pósthús og símstöð. Einnig var þar samkomuhús og margar af stærstu samkomum sýslunnar haldnar þar í fyrri tíð.