Fara í efni

Skagagarður

Skagagarðurinn forni sést enn skammt norð-austur af Kolbeinsstöðum. Garðurinn er sennilega frá 10. öld og girti nyrsta hluta Rosmhvalsness frá öðrum hlutum Reykjanesskaga. Garðurinn var aðlíðandi norðanmeginn en hár og lóðréttur til suðurs, enda hefur honum væntanlega verið ætlað að halda sauðfé frá miklum kornökrum sem voru nyrst á skaganum. Var garðurinn 1,5 km langur og lá frá túngarði á Útskálum að túngarði á Kirkjubóli. Sveitafélagið Garður tekur nafn sitt af þessum garði.

Staðsetning: Liggur frá Útskálakirkju í Garði að Kirkjubólsvelli. Farið eftir þjóðvegi 45 í átt að Garðskagavita.