Fara í efni

Reykjanesviti

Tignarlegur viti stendur á Suðvesturodda Reykjaness og hefur staðið á Bæjarfelli þar frá árinu 1908. 

Rætt var fyrst um að byggja vita á Reykjanesi 1875 en ekki til peningar fyrir því. Stuttu seinna var vitagjald tekið upp til að safna fé til að byggja vita. Öll skip nema fiskiskip við allar hafnir landsins áttu að greiða 15 aura fyrir hverja lest sem úr skipinu væri tekin. Íslendingar ræddu við dani um kosti þess að hafa ljósvita þar sem tryggingafélög vildu ekki ábyrgjast skip sem sigldu til Íslands nema að skipaeigendur greiddu miklu hærri iðgjald. Að enginn skip komu til Íslands var mjög slæmt fyrir íbúana. Loks samþykktu danir að fjármagna ljóshúsið og tækin í ljósið en Íslendingar sæju um bygginguna sjálfa, efniskostnað og launakostnað starfsmanna.  Danskur verkfræðingur Rothe að nafni sá um að hanna bygginguna og skipuleggja verkið. Tafðist verkið af ýmsum ástæðum en 1. desember 1878 var fyrsti ljósviti Íslands formlega vígður á Valahnúk og tekinn í notkun. Það fór ekki betur en svo að hann skemmdist í jarðskjálfta 9 árum síðar og rústirnar sprengdar í apríl 1908.  Fyrsti vitavörðurinn var Arnbjörn Ólafsson og gegndi hann starfinu til 1. ágúst 1884.