Fara í efni

Lindarbakki

Borgarfjörður eystri

Lindarbakki er lítið fallegt torfhús í miðju Bakkagerði á Borgarfirði eystri. Húsið er vinsælt myndefni ferðamanna og ómissandi viðkomustaður þegar fjörðurinn er heimsóttur. Lindarbakki er upphaflega byggður árið 1899 en hlutar hans hafa verið endurbyggðir. 

Árið 1979 festi Elísabet Sveinsdóttir frá Geitavík á Borgarfirði, jafnan kölluð Stella, kaup á Lindarbakka ásamt eiginmanni sínum Skúla Ingvarssyni. Þau hjónin gerðu húsið upp og notuðu sem sumarhús og allt fram til ársins 2020 eyddi Stella sumrum sínum á Lindarbakka, þá orðin níræð.