Fara í efni

Krýsuvíkurkirkja

Grindavík

Krýsuvíkurkirkja var reist 1857 og lögð niður sem sóknarkirkja 1929 en var síðar höfð til íbúðar. Gert var við kirkjuna 1964 og hún afhent Þjóðminjasafninu til eignar. Hún er dæmi um einfalda sveitakirkju frá síðari hluta 19. aldar. Síðast var jarðsett í kirkjugarðinum 1971.

Krýsuvík var fyrrum stórbýli, enda landgæði mikil hér áður en uppblástur tók að herja. Bæjarhóllinn er vestan kirkjunnar of fór Krýsuvík endanlega í eyði eftir 1950.

Í Ögmundahrauni vestast í Krýsuvíkurlandi eru miklar bæjarrústir niðri undir sjó huldar hrauni, þar sem virðist móta fyrir kirkju og kirkjugarði. Er jafnvel talið, að þar hafi bærinn áður staðið. Í landi Krýsuvíkur voru mörg kot og hjáleigur; Lækur var austan við bæjarlækinn, Norðurkot norðan túns, Suðurkot sunnan við túnið og Arnarfell sunnan undir samnefndu felli í suðaustur frá kirkjunni. Norðan þjóðvegar stóð Stóri-Nýjibær.