Kolsgarður
Selfoss
Kolsgarður er forn garður sem hefur verðið hlaðinn úr torfi og talinn vera frá 10. öld. Samkvæmt Þjóðsögunni þá gerði Kolur í Kolsholti sér tíðförult að Ragnheiðarstöðum og sátu þau Ragnheiður á Ragnheiðarstöðum löngum á tali saman. Langt er á milli bæjanna og yfir miklar mýrar að fara. Á Kolur því að hafa hlaðið garð mikinn sem við hann er kenndur og nefndur Kolsgarður eða Kolsstígur, því ekki þótti honum sæma að hitta Ragnheiði aurugur og blautur. Víða sér enn vel mótað fyrir Kolsgarði í mýrunu Suður af Kolsholti.