Kollabúðir Þorskafirði
Reykhólahreppur
Kollabúðir eru inn af botni Þorskafjarðar. Þar var Þorskafjarðarþing, annað tveggja vorþinga Vestfirðinga, háð á söguöld. Hitt þingið var Dýrafjarðarþing. Vorþingin voru mótsstaður þeirra, sem voru á leið til Alþingis. Gíslasaga og Landnáma segir frá atburðum á þessum vorþingum. Kollabúðafundir voru haldnir þarna 1849-95.