Fara í efni

Kálfatjörn

Bær, kirkjustaður og áður prestsetur á Vatnsleysuströnd.  Prestasetur var þar til 1907 er sóknin var lögð niður til Garða á Álftanesi.  Á Kálfatjörn var kirkja helguð Pétri postula á kaþólskum sið.  Núverandi kirkja var reist árið 1892-1893 og vígð 11. júní 1893.  Kirkjan er byggð úr timbri, járni varin steinhlöðnum grunni.  Kirkjan tekur 150 manns í sæti á báðum gólfum.  Kálfatjarnarkikirkja tilheyrir Tjarnarprestkalli í dag.