Fara í efni

Ingjaldshóll á Snæfellsnesi

Hellissandur

Ingjaldshóll á Snæfellsnesi er kirkjustaður og var löngum höfuðból. Núverandi kirkja, reist 1903, er elsta steinsteypta kirkja í landinu, sumir segja í heimi.  

Þingstaður Neshrepps utan Ennis var á Ingjaldshóli og þá um leið aftökustaður sakamanna. Þar bjó Ingjaldur Álfarinsson, að sögn Landnámu.  

Á Ingjaldshóli hefur staðið kirkja frá 13. öld en áður var þar bænhús. Fram á síðustu öld stóð þar þriðja stærsta kirkja landsins, næst á eftir dómkirkjunum í Skálholti og Hólum. Sóknin var fjölmenn og auk þess margmenni hvaðanæva að á vertíðum. Talið er að kirkjan hafi rúmað um 400 manns.