Hvammur í Dölum
Búðardalur
Hvammur í Dölum/Dalabyggð er bær og kirkjustaður. Þar nam land Auður djúpúðga frá Dögurðará í utanverðri Hvammsveit til Skraumuhlaupsár í Hörðudal í kringum árið 890. Bústað sinn reisti hún í Hvammi og þar bjuggu ættingjar hennar um langan tíma.
Auður var einn fárra landnámsmanna sem var kristin og Hvammur var eitt mesta höfðingjasetur í Dalasýslu til forna. Ættfaðir Sturlunga, Hvamms-Sturla Þórðarson bjó í Hvammi. Hann var afkomandi Auðar djúpúðgu og þar fæddust synir hans Þórður, Sighvatur og Snorri.
Dalurinn sem Hvammur er í nefnist Skeggjadalur. Þar er einstök verður- og skjólsæld. Skeggi sá, sem dalurinn er nefndur eftir, bjó í Hvammi