Fara í efni

Höskuldsstaðir

Breiðdalsvík

Að Höskuldsstöðum innarlega í Suðurdal Breiðdals, var póstafgreiðsla allt til 1947 og því höfðu landpóstarnir þar viðkomu á ferð sinni yfir Berufjarðaskarð. Höskuldsstaðir eru einnig fæðingastaður og æskuslóðir fræðimannsins dr. Stefáns Einarssonar fv. prófessors við John Hopkins háskóla í Baltimore. Í heimagrafreitnum að Höskuldsstöðum er dufteski dr. Stefáns varðveitt, ásamt dufteski fyrri konu hans Margarete Schwarzenburg.