Fara í efni

Holskefla

Við Hljómahöllina (Stapann) stendur höggmyndin Holskefla eftir Sigurjón Ólafsson. Verkið var reist árið 1971 og samanstendur af fjórum bogalag formum sem tengjast stöplinum með fimmta forminu. Formin eru gerð úrkoparplötum sem eru soðnar saman og er verkið um 3 metrar á hæð, á háum stöpli. Í verkinu leikur listamaðurinn sér með formið og þyngdarlögmálið, þar sem að þynd verksins er öll öðru megin á stöplinum. Er þetta eitt af fáum verkum þar sem Sigurjón notast við geómetrísk form. Formin og heitið á verkinu gefur til kynna að hér eru öldur í þann mund að brotna.

Frekari upplýsingar um listamanninn: http://lso.is/index.htm