Fara í efni

Grjótgarður við Hjarðarhaga

Egilsstaðir

Stutt ganga en nokkuð brött. Bílum er lagt við vegamótin að Hnefilsdal. Gengið frá skilti við þjóðveg 1 stikaða leið upp með Sauðá upp á brún að Grjótgarðinum. Gengið út með Grjótgarðinum uns komið er að hólknum þar sem er gestabók og stimpill. Haldið áfram í átt að Teigará út að vörðu og síðan aðeins til baka og niður stikaða reiðgötu um Hestagilið. Ekki er vitað hvaða tilgangur var með hleðslu Grjótgarðsins en sennilegt er að hann hafi verið aðhald fyrir sauðfé eða jafnvel svín.

Hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs

GPS : N65°21.391-W15°00.061

Powered by Wikiloc