Fara í efni

Geirfuglinn

Neðan við Valahnjúka stendur brons stytta af Geirfugli eftir bandaríska listamanninn Todd McGrain. Verkið var sett upp á Ljósanótt 2010 og er hluti af verkefninu Lost Bird Project sem listamaðurinn hélt út. Styttan af geirfuglinum er um 150 cm og sýnir geirfugl sem horfir í átt að Eldey þar sem síðustu tveir geirfuglarnir sem vitaða er um voru drepnir, 3. júní 1844. Geirfuglinn var algengur við Norður Atlantshafið á öldum áður. Hann var stór og ófleygur og því auðvelt að veiða hann sem og að var hann kjötmikill. Vegna ofveiði dó stofninn út. Verkið á að vekja athygli á umhverfisvernd og er minnisvarði um útdauða tegund.

Bílastæði er í námunda við styttuna og hægt er að ganga alveg upp að verkinu um leið og gengið er um svæðið. https://www.visitreykjanes.is/is/stadur/valahnukur