Gallerí Snærós og Grafíksetur
Stöðvarfjörður
Á Stöðvarfirði er rekin ein fullkomnasta grafíkvinnustofa landsins. Hún er á höndum hjónanna Ríkharðar Valtingojers og Sólrúnar Friðriksdóttur. Oft er hægt að fylgjast með listamönnum að verki eða bregða sér sjálfur á stutt námskeið. Á sama stað er Gallerí Snærós að finna.