Fara í efni

Franski grafreiturinn Þingeyri

Þingeyri

Tenging Frakklands við Ísland spilar stóran hluta af sögu Dýrafjarðar. Ein helsta tengingin sem enn má sjá í dag er grafreitur frönsku sjómannanna sem staðsettur er við sjávarsíðuna í Haukadal fyrir utan Þingeyri. 

Frakkar veiddu mikinn fisk við Ísland á 18. og 19. öld og var það einu sinni stefna þeirra að fá Dýrafjörð undir franska nýlendu. 

Grafreitnum er vel við haldið og er það tákn um sterkar tengingar Frakklands og Íslands enn þann dag í dag.