Fara í efni

Franski grafreiturinn

Fáskrúðsfjörður

Rétt utan við þéttbýlið í Fáskrúðsfirði er minnisvarði með nöfnum 49 franskra og belgískra sjómanna sem létu lífið á Íslandsmiðum. Árið 2009 komu fulltrúar frá félagi sjómanna í Gravelines á bæjarhátíðina Franska daga og afhentu nýja krossa á leiði frönsku sjómannana. 

Gravelines er gamall sjávarútvegsbær á norðurströnd Frakklands og vinabær Fáskrúðsfjarðar. Á bæjarhátíðinni Frönskum dögum eru lagðir tveir blómsveigar við minnismerki franska grafreitarins í minningu þeirra íslensku og frönsku sjómanna sem látist hafa til sjós.