Flókatóftir Brjánslæk
Patreksfjörður
Flókatóftir hafa löngum verið taldar minjar um vetursetu Hrafna-Flóka Vilgerðarsonar á Íslandi um árið 865 og fá af því nafn sitt. Veturseta þessi er sögð sú fyrsta sem norrænir menn áttu á Íslandi.
Á Flókatóftum er að finna þrettán fornleifar sem talið er að tilheyri a.m.k. tveimur kynslóðum búsetu á svæðinu.