Fara í efni

Einkunnir gönguleið

Borgarnes

Í Einkunnum er að finna mjög fjölbreytt landslag, dýra-og plöntulíf. Einkunnir voru friðlýstar sem fólkvangur árið 2006
en markmið með friðlýsingu svæðisins er að vernda það votlendi og jarðmyndanir sem almenningur getur nýtt til fræðslu, útivistar og náttúruskoðunar. Göngustígar liggja víða um svæðið og er hægt að finna erfiðar brekkur í bland við léttar leiðir á láglendi. Klettaborgirnar þrjár sem rísa upp af mýrlendinu eru vel sýnilegar í fjarska en upp af Syðri-Einkunnum er útsýnisskífa, þar sem viðsýnt er um mýrar, Borgarfjörð og Borgarfjarðadali.  

Beygt er af þjóðveg nr.1 og inn á veg nr. 536/3. Vegur liggur að bílastæði við Einkunnir. Þar er að finna upplýsingaskilti
um líffríki svæðisins ásamt fjölmörgum upphafsstöðum gönguleiða. Aðgengi vagna og hjólastóla er að finna á nokkrum leiðum en flestar leiðir eru mjóir og hækkanir eru víða. Tenging við gönguleið að Borg á Mýrum er að finna en einnig er útivistarsvæði inn í Einkunnum, þar sem grill, bekkir og borð eru að finna. Álatjörn ásamt fjöldan af göngustígum, áningarstöðum og gullfallegri skógrækt gerir Einkunnir að einum af perlum Borgarbyggðar.  

 Staðsetning: Einkunnir, Borgarbyggð. 

Upphafspunktur: Bílastæði við skógrækt (vegur nr.536/3). 

Erfiðleikastig: Auðveld leið/Létt leið. 

Lengd: 5.2 km 

Hækkun: 70 metrar. 

Merkingar: Stikur eru að finna en sumstaðar eru engar merkingar. 

Tímalengd: 1.17klst. 

Undirlag: Yfirborð úr smáum steinum, trjákurli, blönduðu náttúrulegu efni og grasi. 

Hindranir á leið: Þrep, trappa eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á.  

Þjónusta á svæðinu: Salerni er aðgengilegt. 

Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri. 

Árstíð: Ferðaleið er opin 12 mánuði ársins en hafa ber í huga aðstæður yfir vetrarmánuði. 

GPS hnit upphafspunktar: N64°59824 W021°911  

GPS hnit endapunktar: N64°59824 W021°911