Fara í efni

Barkurinn

Reyðarfjörður

Reyðarfjörður er lengstur Austfjarða, um 30 km langur og tæpir 6 km að breidd. Frá fjarðarmynni liggur fjörðurinn í NV en sveigir svo til vesturs þegar innar dregur og lokar þannig innsta hluta sinn frá úthafinu. Víða er aðdjúpt við fjörðinn en það gerir hafnaraðstæður einkar góðuar.

Svæðið sem Barkurinn er á nefnist Bakkagerðiseyri. Þar risu lengi framan af fyrstu húsin sem síðar mynduðu þorpið Búaðreyri, eins og þéttbýlið við Reyðarfjörð var nefnt. Við upphaf þessarar þéttbýlismyndunar undir lok 19. aldar settur hér að norsku bræðurnir Ottó og Friðrik Wathne og stofnuðu verslun og útgerð.

Barkurinn

Árið 1884 létu Wathne-bræðurnir sökkva hluta af bark-skipi á Bakkagerðiseyri. Ofan á han nvar síðan reist bryggja sem hefur frá þeim tíma verið nefnd Barkurinn. Í framhaldi reistu Wathne-bræðurnir pakkhús, söltunarhús og síðar verslunar- og íbúðarhus á Eyrinni.

Engin merki sjást um þetta í dag nema gamla bryggjan, sem nú hefur verið talsvert endurnýjuð. Barkskipið má sjá undir bryggjunni þegar sjór er lygn og fjara. Fyrirtæki Wathne-bræðranna hafði starfsemi sína á Bakkagerðiseyri framundir 1905.

Með tilkomu Fagradalsvegar árið 1907 varð Barkurinn síðan ein aðal inn- og útflutningshöfn Fljótsdalshéraðs og Reyðarfjarðar. Kaupfélag Héraðsbúa var lengi með mikil umsvif á Reyðarfirði og með rekstur á Bakkagerðis-eyri um árabil.

Á hernámsárunum var mikið um að vera á Reyðarfirði. Setuliðið endurbyggði þá Barkann og reyndi um leið að fjarlægja botninn af Barkanum með því að sprengja hann í burtu, en það tókst ekki og hin endurbyggða bryggja hélt áfram sínu nafni.

Hvað er Barkskip?

Barkskip, eða barkar voru stór seglskip sem voru um langan tíma notuðtil þess að flytja vörur til og frá landinu. Gömul og lúin skip af þessu tagi þóttu víða um landið ákjósanleg undirstaða fyrir hafnargerð. Skipunum var sökkt og ofan á þau voru byggðar bryggjur til þess að þjóna útgerðinni og öðrum skipakomum.

Endurbygging Barkans

Hafnarsjóður Fjarðabyggðar endurbyggði Barkinn árið 2010. Ný bryggja var byggð ofan á barkskipið en áfram er hægt að sjá gamla skipið mara í kafi undir nýju bryggjunni. Hin nýja bryggja þj´ðonar því hlutverki að vera íbúum og gestum til yndisauka, þannig ða þeir geti veitt, upplifað söguna eða notið útsýnis.