Fara í efni

Bakkagerðiskirkja

Borgarfjörður eystri

Skammt frá Álfaborginni frægu í útjaðri þorpsins á Borgarfirði eystri stendur Bakkagerðiskirkja sem vígð var árið 1901. Altaristafla kirkjunar er verk hins kunna listmálara Jóhannesar S. Kjarvals sem ólst upp í Geitavík á Borgarfirði. Altaristaflan, sem máluð var árið 1914, var gjöf kvenfélagsins á staðnum til kirkjunnar og er fjallræða Krists viðfangsefni hennar. Umhverfið er þó borgfirskt, Dyrfjöllin í baksýn og kunn andlit heimamanna þess tíma sjást í áheyrendahópnum. Altarismyndin er ein af þekktustu verkum Kjarvals og dregur að fjölda ferðamanna á hverju ári.