Askur Yggdrasils
Askur Yggdrasils eftir Erling Jónsson stendur fyrir utan Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Verkið er tákn lífsins tré og á trénu situr þrastarpar og hreiður. Þrastarparið bíður eftir því að eggin þeirra fimm sem liggja í hreiðrinu klekist út. Verkið er táknrænt fyrir heilbrigðisstofnunina þar sem líf hefst, líf endar og allir einstaklingar eru jafnir. Verkið var gjöf Iðnaðarmannafélags Suðurnesja til Heilbrigðisstofnunarinnar á 50 ára afmæli stofnunarinnar 2004. Það var gefið til minningar um iðnaðarmenn sem fallnir eru frá og sem áminningu um mikilvægi iðnaðarmanna í samfélaginu.
Listamaðurinn Erlingur Jónsson fæddist í Móakoti á Vatnsleysuströnd 1920. Hann lést í Reykjanesbæ 2022. Mörg verk standa eftir hann í Reykjanesbæ og víðar. Erlingur starfaði lengi sem handavinnukennari í Keflavík og fór síðar til Noregs til að mennta sig frekar í listum og starfaði þar síðar sem listakennari.