Fara í efni

Álög

Við innkomuna í Sandgerði frá Reykjanesbrautinni stendur verkið Álög eftir Steinunni Þórarinsdóttur.

Verkið sýnir manneskju standa andspænis þremur plötum sem standa lóðréttar upp í loftið og mynda öldur. Verkið sýnir hve sjórinn er sterkur gagnvart manninum. Sjórinn í verkinu er gerður úr rústfríum plötum sem tákna að sjórinn er eilífur. Hins vegar er maðurinn í verkinu gerður úr pottstáli sem ryðgar og tákna að maðurinn er hverfull. Verkið var afhjúpað á Sjómannadaginn 1986 og var sett upp sem minnisvarði um sjómenn frá Sandgerði. Er þetta mjög áhrifaríkt verk og á kvöldin er það fallega upplýst þar sem það setur mikinn svip á umhverfið.

Ef komið er á bíl er hægt er að leggja í lítið útskot við verkið og ganga upp að því.

Vefsíða Steinunnar: www.steinunnth.com