Aðalból
Egilsstaðir
Aðalból er innsti bær í Hrafnkelsdal í Jökuldalshreppi á Fljótsdalshéraði. Bærinn er þekktur í Hrafnkels sögu Freysgoða sem gerist á Austurlandi og greinir frá átökum höfðingja og bænda á 10. öld. Aðalsögupersónan, goðorðsmaðurinn Hrafnkell Freysgoði, bjó á Aðalbóli.
Við Aðalból má enn sjá haug Hrafnkels en auk þessa hafa ýmsir fornir gripir fundist í grenndinni sem þykja styðja við sannleiksgildi Hrafnkelssögu.