Fara í efni

Vatnsdalshólar

Vatnsdalshólar eru einkennilegir ásýndum og lengi hefur verið óvíst um uppruna þeirra. Hólarnir eru margbreytilegir að lit og lögun. Sumir eru keilumyndaðir, aðrir sem bunkar eða kambar að lögun. Vatnsdalshólarnir ná yfir rúmlega fjögurra ferkílómetra svæði og hafa þeir verið taldir meðal þriggja náttúrufyrirbrigða á Íslandi sem væru óteljandi, hin tvö voru vötnin á Arnarvatnsheiði og eyjarnar á Breiðafirði.