Fara í efni

Varmaland gönguleið

Borgarnes

Varmaland er lítið þorp sem byggst hefur í kring um jarðhitasvæði í Stafholtstungum í Borgarbyggð. Byggðin er staðsett í
tungunni á milli Hvítár og Norðurá en þar er starfræktur leikskóli auk sundlaugar og íþróttahús. Laugaland, sem er lítið býli á svæðinu, nýtir jarðhitasvæðið í garðyrkju en ræktaðar eru gúrkur þar allt árið í kring. Hótel Varmaland er staðsett í hjarta þorpsins og er Varmaland vinsæll staður að heimsækja og dvelja.  

Varmaland í Borgarbyggð er þekktur staður fyrir ferðamenn, bæði innlenda og erlenda. Tjaldsvæði Varmalands hefur verið þekkt meðal innlendra ferðamanna í áraraðir en með tilkomu hótel Varmalands hefur bæst við fleiri erlendir ferðamenn á svæðið. Varmaland sést vel frá þjóðvegi nr.1 en ljósabirtan og gufan sem kemur frá svæðinu er vel sýnileg.
Gönguleið um Varmaland er staðsett inn í skógrækt, á holtinu fyrir ofan Varmaland og er stórgott útsýni yfir nærliggjandi svæði þegar gengið er á holtinu. Gangan hefst við hótel Varmaland og gengið í átt að skólahúsi. Þar er göngustígur sem er vel breiður en beygt er inn í skógrækt sem er á hægri hönd en þar inni er að finna leiksvæði fyrir yngri kynslóð en einnig fjölmarga göngustíga. Fjölbreyttir göngustígar, ásamt fallegu landslagi gerir gönguleið um Varmaland mjög áhugaverða og heillandi upplifun.  

Staðsetning: Varmaland, Borgarbyggð. 

Upphafspunktur: Hótel Varmaland (Nr. 527 Varmalandsvegur). 

Erfiðleikastig: Létt leið. 

Lengd: Heildalengd 5.03km. 

Hækkun: 75 metrar. 

Merkingar: Merkt leið að hluta með stikum. 

Tímalengd: 1.07 klst að ganga. 

Undirlag: Blandað undirlag, smáir steinar, gras og trjákurl.  

Hindranir á leið: Þrep, trappa eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á. 

Þjónusta á svæðinu: Hótel Varmaland og sundlaug Varmalands. 

Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri. 

Árstíð: Ferðaleið er opin alla 12 mánuði ársins. 

GPS hnit upphafspunktar: N64°21.2886 W021°36.6383 

GPS hnit endapunktar: N64°21.2886 W021°36.6383