Valþjófsstaður
Egilsstaðir
Valþjófsstaður er jörð innarlega í Fljótsdal. Hún er fornt höfuðból og þar hefur verið kirkja allt frá þrettándu öld. Valþjófsstaður var eitt af höfuðbólum Svínfellinga, en nokkrir meðlimir þeirrar fjölskyldu voru fyrirferðamiklir í átökum Sturlungaaldar.
Krikjan sem nú stendur á Valþjófsstað var vígð árið 1966. Hurðin í innri dyrum kirkjunnar er eftirmynd af hinni frægu Valþjófsstaðahurð sem Halldór Sigurðsson á Miðhúsum skar út á 13. öld. Gamla hurðin á upprunalega að hafa verið skálahurð á höfðingjasetri en var síðar nýtt sem innri hurð í stafkirkju sem stóð á Valþjófsstað í margar aldir, langt fram yfir siðaskipti. Upprunalega hurðin er nú í vörslu Þjóðminjasafnsins.