Fara í efni

Þverárgil

Vopnafjörður

Þverárgil í Vopnafirði er einstaklega fallegt gil þar sem sjá má litríkt líparít, súrt innskotsberg frá gamalli megineldstöð, sem stingur skemmtilega í stúf við annars dökkt basískt umhverfi Smjörfjallanna fyrir ofan gilið. Fuglalíf á þessu svæði er líflegt, en þar er sérstaklega mikið um íslenska mófugla. Útsýnið yfir Hofsárdalinn, og út á haf, er stórfengilegt .

Gönguleiðin er miðlungs erfið, um tveggja klukkustunda löng og liggur aðeins upp á við. 

Upphafsreitur göngunnar er við veg 919, Sunnudalsveg.