Fara í efni

Stórikarl

Þórshöfn

Undir Skoruvíkurbjargi á norðanverðu Langanesi, er klettadrangur sem heitir Stórikarl. Þar er annað stærsta súluvarp á Íslandi. Byggður hefur verið útsýnispallur yfir Stórakarl, 10 m út yfir bjargbrúnina, svo hægt er að virða fyrir sér súlubyggðina og umhverfið allt.

Súlan er einkar tignarlegur fugl og stundum nefnd drottning Atlantshafsins. Hún er stærsti fugl . Hrífandi er að virða fyrir sér súluvarpið þar sem súlan svífur um í óendanleika himins og hafs.

Í Stórakarli og björgunum umhverfis hafa líka búsetu aðrir bjargfuglar svo sem langvía, rita, fýll, svartfuglar og fleiri tegundir.

Langanes er tilvalinn staður fyrir fuglaskoðara og þá sem vilja njóta kyrrðarinnar úti í náttúrunni.