Stóra Víti
Mývatn
Stóra - Víti er gríðarstór sprengigígur um 300 m í þvermál. Gígurinn myndaðist við mikla gossprengingu við upphaf Mývatnselda árið 1724. Gosið stóð meira og minna samfellt í 5 ár en leirgrauturinn í Víti sauð í meira en heila öld á eftir.
Víti er við Kröflu og er malbikaður vegur þar upp að frá þjóðvegi númer 1.