Fara í efni

Stóra-Sandvík

Stór- og Litla- Sandvík eða Sandvíkur, sunnan Hafnabergs á Reykjanesi.  Þar er vinsæll áningarstaður ferðafólks á leið um utanvert Reykjanes. Sandfjara með háum melgresishólum handan við. Við Sandvík endar Hafnaberg með fallegum klettum sem eru hluti af sprungugjám.

Sunnan við Sandvík er Stampahraun sem runnið er úr 7 km langri gígaröð sem gaus fyrir ca. 800 árum. Mjög sérkennilegir gígar af ýmsum stærðum og gerðum og með skrítnar myndanir í sumum.

Sumarið 2006 var heimsfræg bíómynd tekin upp syðst við Sandvík, Flags of our fathers sem frægi leikarinn Clint Eastwood leikstýrði.