Stóra-Eldborg við Geitahlíð
Grindavík
Eldborg er langstærstur fimm gíga sem liggja í gossprungu í hlíðum Geitafells, og oft kallaður Stóra-Eldborg. Hann er brattur og gerður úr gjalli og kleprum. Austur úr honum liggur myndarlegur hraunfarvegur. Bæði Stóra-Eldborg og Litla-Eldborg eru friðlýstir gjallgígar. Hægt er að ganga upp að Stóru-Eldborg, sem margir telja fegursta gíg Suðvesturlands, og þaðan niður í Litlu-Eldborg þar sem hægt er að sjá ofan í gíginn.
Frá Grindavík er Stóra-Eldborg fyrir ofan Suðurstrandaveg (427). Sumarið 2021 var lokið við að lagfæra stíga, bæta merkingar og sett var upp bílastæði við gamla Suðurstrandarveg. Í sumar (2022) verður unnið að því að setja upp ný upplýsingaskilti.