Fara í efni

Stapafell

Móbergsfjall á Reykjanesskaga, suðaustur af Höfnum.  Stapafell er gert nær einvörðungu úr bólstrabergi.  Olívín, einn aðalfrumsteinn í basalti, hefur sést neðst í bólstrunum á meðan þeir voru óstorknaðir.  Skammt austur af Stapafelli var fyrr á öldum alfaraleið frá Grindavík til verstöðva á Rosmhvalsnesi.  Sést þar enn marka fyrir slóðum.  Mikið grjótnám er í Stapafelli og minnkar fjallið ár frá ári.