Fara í efni

Stakksfjörður

Breiður og djúpur fjörður sem gengur til suðurs úr Faxaflóa og afmarkast að austan af Keilisnesi á Vatnsleysuströnd en af Stakksnípu í Hólmsbergi á Rosmhvalanesi að vestan.  Viti er á Stakksnípu, reistur 1958.  Stakksfjörður dregur nafn af stökum klettadrangi, Stakki sem er undan Hólmsbergi.