Sólheimasandur
Vík
Sandflæmi austan Jökulsár og sunnan og suðvestan Sólheima í Mýrdal. Talið er að sandur þessi hafi myndast í jökulhlaupum á landnámsöld og 13. öld, en fornar sagnir eru til um myndun hans. Á síðustu árum hafa Sólheimabændur ræktað allmikil tún á sandinum. (Heimild: Íslandshandbókin útgáfa 1.0. Námsgagnastofnun 1995.)
Árið 1973 lenti bandarísk herflugvél af gerðinni DC-3 á sandinum eftir að hafa orðið eldsneytislaus. Allir lifðu lendinguna af og varð flakið eftir á sandinum sem nú er orðið að vinsælum ferðamannastað. Ekki er leyfilegt að keyra að flakinu en gott bílastæði er við Þjóðveg 1 og hægt að ganga þaðan að flakinu sem tekur um tæpa klukkustund hvor leið fyrir sig.