Fara í efni

Smjörfjöll

Vopnafjörður

Fjallgarðurinn á milli Vopnafjarðar og Jökulsárhlíðar nefnist Smjörfjöll. Fjallgarðurinn samanstendur af háum og bröttum fjöllum en þau hæstu er um 1.250 metra há. Norðan við fjallgarðinn er Hellisheiði eystri en um hana liggur einn hæsti fjallvegur á landinu, í um 655 metra hæð og var sú leið lengi helsta tenging Vopnafjarðar við Hérað. 

Vegna þess hve hátt vegurinn liggur var aldrei hægt að halda veginum opnum yfir háveturinn og í dag er leiðin einungis opin á sumrin. Það er skemmtilegt að taka rúnt yfir Hellisheiðina í góðu veðri en útsýnið er stórkostlegt, bæði yfir Vopnafjörðinn norðan megin og Héraðsflóa austan megin.