Fara í efni

Skúlahóll

Skúlahóll er einn af Vatnsdalshólunum óteljandi, hann stendur við stöðuvatnið Flóðið og af honum er gott útsýni yfir Flóðið og fram Vatnsdal. 

Auðvelt er að komast upp á Skúlahól því þar hafa verið lagðar tröppur og þegar upp er komið er hægt að tylla sér á bekk og njóta útsýnis. Frá Skúlahól er örstutt í Listakot Dóru.

Þetta svæði er hluti af eylendinu í Vatnsdal sem nær meðfram Vatnsdalsá frá Brúsastöðum og Hofi, um Flóðið og Húnavatn til sjávar. Svæðið er á náttúruminjaskrá vegna vistgerða og fulgalífs.Fjölbreytt fuglalíf er á svæðinu og þá sérstaklega á fartíma er það hefur alþjóðlegt gildi fyrir álftir, helsingja og sem fjaðrafellistaður álfta.