Fara í efni

Skrúður

Þingeyri
Skrúðgarðurinn Skrúður í Dýrafirði var opnaður þann 7. ágúst árið 1909. árið 1992 ákvað hópur áhugasamra einstaklinga sig til og tók garðinn í gegn og í ágúst árið 1996 var honum skilað aftur til fyrrum eiganda síns, Menntamálaráðuneytisins. Ráðuneytið gaf Ísafjarðarbæ garðinn í nóvember sama ár til umhugsunar. Garðurinn var stofnaður til þess að tengja saman náttúruna, menntun tengda umhverfinu og Héraðsskólann á Núpi. Garðurinn er góð innsýn í sögu grasafræðinnar á Íslandi og þá einkum og sér í lagi vegna fjölda tegunda og staðsetningar nánast norður á hjara veraldar.