Skálasnagaviti á Snæfellsnesi
Skálasnagaviti á Snæfellsnesi vísar sjófarendum leið og laðar til sín fjölda ferðamanna, bæði innlenda og erlenda.
Vitinn stendur á Skálasnaga á Saxhólsbjargi en bjargið nefnist Svörtuloft séð af sjó. Frá landi nefnist syðri hluti bjargsins Saxhólsbjarg en Nesbjarg norðar.
Árið 1914 var reistur 10 m hár járngrindarviti með 2,3, m ljóshúsi yst á Skálasnaga á Svörtuloftum vestast á Snæfellsnesi. Thorvald Krabbe teiknaði mannvirkið.
Vitinn entist í 17 ár þá var hann orðinn mjög ryðbrunninn og þótti ekki lengur treystandi.
Árið 1931 var tekinn í notkun nýr viti sá var steinsteyptur, ferstrendur 9,5 m hár. Benedikt Jónsson verkfræðingur hannaði vitann.
Upplýsingar eru fengnar úr bókinni Vitar á Íslandi, útgefandi er Siglingastofnun Íslands árið 2002.